spot_img

Mættur í Grindavík

Valur Orri Valsson fékk sig lausan undan samningi við Keflavík á dögunum, en ekki var ljóst hvert hann myndi fara beint eftir það.

Einhverja vísbendingu var þó að finna í kvöld þar sem Valur Orri var kominn í lið Grindavíkur þar sem þeir hituðu upp fyrir leik sinn gegn KR og þó félagið hafi ekki tilkynnt hann er óhætt að gera ráð fyrir hann sé á ný leikmaður þeirra, en þar lék hann frá 2023 til yfirstandandi tímabils er hann skipti til Keflavíkur.

Fréttir
- Auglýsing -