spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÞungur róður framundan fyrir nýliðana eftir sex stiga tap gegn Álftanesi

Þungur róður framundan fyrir nýliðana eftir sex stiga tap gegn Álftanesi

Álftanes hafði betur gegn ÍA í Kaldalónshöllinni í kvöld í 15. umferð Bónus deildar karla, 89-83.

Eftir leikinn er Álftanes í 6. sætinu með 14 stig, en ÍA er í 12. sæti deildarinnar með 6 stig.

Gestirnir af Akranesi hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 6 stigum að fyrsta fjórðung loknum. Heimamenn ná þó að snúa því sér í vil fyrir lok fyrri hálfleiks og leiða með minnsta mun mögulegum þegar liðin halda til búningsherbergja, 41-40.

Liðin skiptast á forystunni í þriðja leikhlutanum, en þó eru heimamenn enn naumlega yfir með þremur stigum fyrir lokaleikhlutann. Í honum er leikurinn jafn og spennandi og skiptast liðin aftur á forystunni í þeim fjórða. ÍA er fimm stigum á undan þegar fjórar mínútur eru eftir, en með góðum kafla síðustu mínútur leiksins nær Álftanes aftur að snúa leiknum sér í vil og sigra að lokum með sex stigum, 89-83. Miklu munaði þar um stórar körfur frá David Okeke, Justin James og Rati Andronikashvili fyrir heimamenn á lokakaflanum.

Stigahæstur fyrir Álftanes í leiknum var David Okeke með 20 stig og næstur honum var nýi maðurinn Justin James með 18 stig.

Fyrir nýliða ÍA var stigahæstur Darryl Morsell með 30 stig og Ilija Dokovic bætti við 20 stigum.

Tölfræði leiks

Álftanes: David Okeke 20/9 fráköst, Justin James 18/7 fráköst, Sigurður Pétursson 12, Nikola Miscovic 12/4 fráköst, Haukur Helgi Briem Pálsson 8/4 fráköst, Dúi Þór Jónsson 6, Rati Andronikashvili 6/9 stoðsendingar, Hilmir Arnarson 5, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 2/7 fráköst, Duncan Tindur Guðnason 0, Ingimundur Orri Jóhannsson 0, Almar Orn Bjornsson 0.


ÍA: Darryl Latrell Morsell 30/8 fráköst, Ilija Dokovic 20/6 fráköst, Styrmir Jónasson 14, Josip Barnjak 6/9 fráköst, Júlíus Duranona 5, Victor Bafutto 4/8 fráköst, Kristófer Már Gíslason 3, Aron Elvar Dagsson 1, Hjörtur Hrafnsson 0, Daði Már Alfreðsson 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -