Enn heldur Bónusdeild karla áfram, í kvöld fengu Valsmenn Þórsara frá Þorlákshöfn í heimsókn. Það má segja að það sé mini-krísa hjá heimamönnum, búnir að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar. Það mátti því búast við að þeir myndu leggja allt í sölurnar að snúa þessu við. Þórsarar hafa svipaða sögu að segja, búnir að tapa tveimur leikjum í röð og eru í bullandi fallbaráttu ásamt því að eygja möguleikann á úrslitakeppnissæti.
En leikurinn frekar jafn allan leikinn, mjög furðulegur í fyrri hálfleik og mjög lítið skorað. Valsmenn vöknuðu í þriðja leikhluta og svo var síðasti leikhlutinn æsispennandi sem endaði með jöfnum leik og því þurfti að framlengja. Þar voru heimamenn sterkari og unnu 80-71.
Karfan spjallaði við Lárus Jónsson þjálfara Þórs eftir leik í N1 höllinni.



