spot_img

Semur til 2028

Tómas Orri Hjálmarsson hefur framlengt samningi sínum við ÍR til ársins 2028.

Tómas Orri er 22 ára og að upplagi frá Hornafirði, en hefur leikið fyrir Hauka og síðast ÍR í efstu deild á síðustu árum. Það sem af er tímabili í Bónus deildinni er hann að skila 9 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik.

„Tómas hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom til okkar og vaxið samhliða liðinu. Hann er vinnusamur, jákvæður og passar vel inn í þann hóp og þá hugmyndafræði sem við erum að byggja. Við teljum mikilvægt að halda honum innan okkar raða og erum mjög ánægðir með að framlengja samning hans við okkur næstu tvö tímabilin,“ segir Borche Ilievski, þjálfari ÍR í tilkynningu með samningnum.

Fréttir
- Auglýsing -