Valur hafði betur gegn KR á Meistaravöllum í kvöld í 15. umferð Bónus deildar kvenna, 66-77.
Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 20 í 1.-5. sæti deildarinnar.
Karfan spjallaði við Dagbjörtu Dögg Karlsdóttur leikmann Vals eftir leik á Meistaravöllum. Dagbjört átti þrusuleik á sínum gamla heimavelli í kvöld, skilaði 20 stigum og 3 fráköstum.



