spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur leiddi frá upphafi til enda á Meistaravöllum

Valur leiddi frá upphafi til enda á Meistaravöllum

Valur hafði betur gegn KR á Meistaravöllum í kvöld í 15. umferð Bónus deildar kvenna, 66-77.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 20 í 1.-5. sæti deildarinnar.

Valskonur voru með forystuna allan leikinn í kvöld. Leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta og 14 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 28-42.

Mest fer forysta Vals í 18 stig í upphafi seinni hálfleiksins og eru þær 16 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Heimakonur í KR gera þó ágætlega að láta gestina hafa fyrir hlutunum í lokaleikhlutanum. Koma forystu Vals niður í 6 stig á lokamínútunum. Stórar körfur frá Dagbjörtu Dögg og Reshawna Stone koma þó í veg fyrir þær komist eitthvað lengra og vinnur Valur leikinn að lokum nokkuð örugglega, 66-77.

Stigahæst fyrir KR í kvöld var Eve Braslis með 17 stig og Molly Kaiser var henni næst með 14 stig.

Fyrir Val var stigahæst Reshawna Stone með 28 stig og Dagbjört Dögg Karlsdóttir var með 20 stig.

Tölfræði leiks

KR: Eve Braslis 17/5 fráköst, Molly Kaiser 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 11, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 11/7 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 9/5 fráköst/5 stolnir, Hanna Þráinsdóttir 4, Perla Jóhannsdóttir 0, Lea Gunnarsdóttir 0, Anna María Magnúsdóttir 0, Arndís Rut Matthíasdóttir 0, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.


Valur: Reshawna Rosie Stone 28/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 20, Þóranna Kika Hodge-Carr 12/8 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 12/13 fráköst/5 stoðsendingar, Alyssa Marie Cerino 5, Berta María Þorkelsdóttir 0, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 0, Guðbjörg Sverrisdóttir 0, Fatima Rós Joof 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Sara Líf Boama 0/5 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -