Tindastóll tók á móti Dinamo Zagreb í ENBL deildinni í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólar höfðu tryggt sig áfram í 16-liða úrslit með frábærum útisigri í síðasta leik.
Leikurinn fór hratt af stað og gestirnir voru svo sannarlega tilbúniir og voru að finna körfuna vel, sérstaklega í skotum að utan. Dinamo komst í 4-19 um miðjan fyrsta leikhluta og voru að hitta afar vel. Stólar vöknuðu aðeins og náðu að minnka muninn í 23-30 en það var ljóst að það var erfiður leikur framundan. Dinamo hélt áfram að hitta vel í öðrum leikhluta og héldu Stólum frá sér þó Geks væri farinn að hitta. Staðan 47-54 í hálfleik eftir að Stólar höfðu farið illa að ráði sínu síðustu mínútuna.
Tölfræði leiksins
Heimamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, hertu vörnina og það fór að skila sér í körfum hinumegin. Stólar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum um miðjan þriðja leikhluta með þrist frá Ivan en gestirnir voru fljótir að svara með þrist eins og svo oft í leiknum. Þeir héldu áfram að láta rigna þristum og leiddu fyrir lokaátökin 79-85. Gestirnir náðu svo að halda nokkurra stiga mun út leikinn og sigldu heim nokkuð öruggum 104-110 stiga sigri.
Hjá heimamönnum endaði Taiwo stigahæstur með 22 stig, Ivan var með 21 og Basile skilaði 18 stigum og 12 stoðsendingum. Í jöfnu liði gestanna endaði Avdalovic stigahæstur með 25 stig og þeir hittu úr 60% þriggja stiga skota sinna sem er erfitt að eiga við.
Viðtal :



