spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvenna10 bestu kanar Bónus deildar kvenna

10 bestu kanar Bónus deildar kvenna

Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er fjölmiðlamaðurinn Heisi Högg úr Þorlákshöfn.

Farið er yfir fréttir vikunnar, síðustu umferð í Bónus deild karla, VÍS bikarkeppnina, orðið á götunni, bestu kana Bónus deilda karla- og kvenna og margt, margt fleira. Þáttinn er hægt að nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir nafni Körfunnar.

Hérna er upptakan á Spotify

Undir lok síðasta þáttar eru ræddir hverjir séu bestu kanar Bónus deildar kvenna. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Topp 10: Bandarískir leikmenn Bónus deildarinnar

  1. Brittany Dinkins: Einfaldlega drottning bandarískra leikmanna í deildinni. Hún var langbest á síðustu leiktíð og var sorglega nálægt því að landa þeim stóra. Það hefur lítið reynt á hana í vetur, en þegar liðið hefur virkilega þurft á henni að halda hefur hún stigið upp og sýnt okkur hvers hún er megnug.
  2. Abby Beeman: Var stórkostleg í liði Hamars/Þórs á síðustu leiktíð. Hún er líklega sá leikmaður sem hækkaði hvað mest í launum á milli leiktíða og hún er hverrar krónu virði. Þungvopnuð sóknarlega og býr yfir mikilli íþróttamennsku.
  3. Reshawna Stone: Kani sem Valsliðið hefur leitað að allt frá því að Kiana Johnson lyfti titlinum með liðinu árið 2023. Frábær skytta og virðist vera algjör leiðtogi.
  4. Molly Kaiser: Byrjaði svakalega vel. Hún býr yfir þeim eiginleika að þótt hún sé ekki besta skyttan, þá kemst hún á hringinn nánast hvenær sem hún vill. Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu eftir að KR bætti við sig öðrum bakverði.
  5. Krystal Freeman: Byrjaði svakalega illa en hefur unnið mest á af öllum „könum“ deildarinnar og fundið fínan stöðugleika undanfarið. Gæti orðið enn betri þegar líður á tímabilið.
  6. Jadakiss Guinn: Átt marga frábæra leiki í vetur og hefur aðeins einu sinni skorað færri en 14 stig. Hún hefur átt þrjá 30+ stiga leiki en hana vantar aðeins upp á einhvers konar „alpha“ áru.
  7. Keishana Washington: Hefur verið vonbrigði að mínu mati. Ég heyrði af þessum leikmanni í sumar og bjóst við því að hún yrði fullkominn „fit“ í deildina hér heima.
  8. Maddie Sutton: Átt flottan feril á Íslandi en endaði einhvern veginn á Króknum eftir síðasta tímabil. Hún er erlendur leikmaður sem er ekki besti leikmaðurinn í liði sem er ekki titilbaráttulið.
  9. Ruth Sherrill: Stór og sterkur miðherji sem er vonandi betri en leikmaðurinn sem var fyrir hjá Stjörnunni. Hefur farið vel af stað en við höfum enn lítið séð til hennar.
  10. Kylie Lucas: Lítið séð af henni en hún virðist vera hörku varnarmaður með dálítið „brotið“ skot.

Fréttir
- Auglýsing -