spot_img
HomeFréttirTveir íslenskir leikmenn taplausir á toppi bandaríska háskólaboltans

Tveir íslenskir leikmenn taplausir á toppi bandaríska háskólaboltans

Um þessar mundir á Ísland nokkuð óvænt fulltrúa í tveimur taplausum liðum í efstu deild bandaríska háskólaboltans.

Það eru KR-ingurinn Almar Orri Atlason hjá Miami Redhawks og ÍR-ingurinn Friðrik Leó Curtis hjá Nebraska Cornhuskers.

Almar Orri og Miami eru 19-0 í heildina og 7-0 MAC deildinni, þar sem þeir eru 1.5 sigurleik fyrir ofan Akron og Kent State sem eru saman í 2.-3. sætinu með 5-1 árangur. Almar hefur leikið stórvel í þessum leikjum fyrir Miami, en hann er með 12 stig, 3 fráköst og stoðsendingu að meðaltali á tæpum 20 mínútum í leik.

Svipaða sögu er að segja af Friðrik Leó og Nebraska sem eru 18-0 í heildina og 7-0 í Big Ten deildinni. Þeir eru reyndar jafnir Purdue í efsta sæti deildarinnar, en fyrir neðan þá eru stórlið Michigan, Illinois og Michigan State í 3.-5. sætinu með 6-1 árangur. Friðrik hefur þó ekki leikið eins mikið og Almar á tímabilinu, en hann er á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólaboltanum. Hann er þó að leika um 4 mínútur að meðaltali í leik þar sem hann skilar tveimur stigum og frákasti.

Fréttir
- Auglýsing -