spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan semur við tvo atvinnumenn

Stjarnan semur við tvo atvinnumenn

Stjarnan tilkynnti nú um helgina að félagið hefði samið við tvo leikmenn fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.

Stina Almqvist er sænskur framherji sem kemur til Stjörnunnar frá Þýskalandi, eftir að hafa átt mjög góðan feril í háskóla í Bandaríkjunum. Stina hefur þegar leikið tvo leiki fyrir Stjörnuna og skilað í þeim 26 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Ruth Sherrill er 28 ára bandarískur framherji sem hefur spilað eftir háskólanám í sterkum deildum á Spáni, Slóvakíu, Rúmeníu og Tyrklandi. Ruth hefur leikið einn leik fyrir Stjörnuna og skilaði í honum 24 stigum, 20 fráköstum og stoðsendingu.

Fréttir
- Auglýsing -