spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSkotklukkan: Bragi Guðmundsson

Skotklukkan: Bragi Guðmundsson

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Ármanns í Bónus deild karla Braga Guðmundssyni. Bragi er 22 ára og að upplagi úr Grindavík, en þar hóf hann að leika fyrir meistaraflokk tímabilið 2019-20. Ásamt því að hafa leikið fyrir Grindavík og Ármann á hann leiki fyrir Hauka og Selfoss í meistaraflokki. Þá var hann um tíma í bandaríska háskólaboltanum og á hann einnig að baki marga landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

  1. Nafn? Bragi Guðmundsson
  2. Aldur? 22 ára
  3. Hjúskaparstaða? Föstu
  4. Uppeldisfélag? Grindavík
  5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Hitta skoti yfir allan völlinn.
  6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Ekkert sem ég man eftir.
  7. Efnilegasti leikmaður landsins? Marínó Ómarsson
  8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Jón Axel Guðmundsson
  9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, ekkert sérstakt.
  10. Uppáhalds tónlistarmaður? Lil Baby
  11. Uppáhalds drykkur? Unbroken
  12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Úff margir, örugglega Steinar Kaldal og Gummi Braga.
  13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? DeAndre Kane
  14. Í hvað skóm spilar þú? Ja Morant, Sabrina.
  15. Uppáhalds staður á Íslandi? Grindavík
  16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Lakers
  17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Eitt rétt svar, LeBron James.
  18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Pabbi og bræður mínir.
  19. Sturluð staðreynd um þig? Ég hef aldrei unnið neinn titil.
  20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila 5 á 5.
  21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Miami drill hjá Steinari Kaldal.
  22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Alfonso, Arnald Grímsson og Ingva Þór.
  23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei
  24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert lið sem ég myndi ekki spila fyrir.
Fréttir
- Auglýsing -