Jón Axel Guðmundsson og Burgos máttu þola eins stigs ósigur gegn stórliði Barcelona í ACB deildinni á Spáni, 79-80.
Á 18 mínútum spiluðum skilaði Jón Axel 2 stigum, frákasti og 4 stoðsendingum.
Eftir leikinn eru Burgos í 17. sæti deildarinnar með þrjá sigra það sem af er deildarkeppni.



