Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru sá raunverulegi Tómas Steindórsson og Valsarinn Steinar Aronsson. Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Þá er setja þeir Run and Gun liðar fram kraftröðun liða Bónus deildar karla, en það er ólíkt stöðutöflunni, tafla yfir sterkustu lið landsins þessa stundina. Í efsta sæti kraftröðun Run and Gun eru Íslandsmeistarar Stjörnunnar, í öðru sætinu Tindastóll og þar á eftir í þriðja sætinu bikarmeistarar Vals.
Botninn verma svo nýliðar deildarinnar Ármann og ÍA, en í sætunum fyrir ofan þau eru Njarðvík í 10. sætinu og Þór í því 9.




