spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖruggur sigur Ármanns gegn Val

Öruggur sigur Ármanns gegn Val

Ármenningar gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína úr Val nokkuð örugglega í kvöld í 14. umferð Bónus deildar karla, 94-77.

Ármenningar eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 6 stig á meðan Valur er öllu ofar í 4. sætinu með 18 stig.

Ármenningar byrjuðu leik kvöldsins af miklum krafti og leiddu með 15 stigum að fyrsta leikhluta loknum, 31-16. Það forskot halda heimamenn svo í í öðrum leikhlutanum og er munurinn 16 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-36.

Heimamenn gera áfram vel að hleypa Val ekki inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Halda forskoti sínu á milli 15 og 20 stiga lengst af í þriðja fjórðungnum og sigla að lokum gífurlega öruggum 17 stiga sigur í höfn í þeim fjórða, 94-77.

Stigahæstir heimamanna í kvöld voru Daniel Love með 22 stig, Brandon Averette með 21 stig og Bragi Guðmundsson með 20 stig.

Fyrir Val var stigahæstur Frank Aron Booker með 26 stig.

Tölfræði leiks

Ármann: Daniel Love 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Brandon Averette 21/6 fráköst, Bragi Guðmundsson 20/7 fráköst, Marek Dolezaj 10/8 fráköst, Zarko Jukic 10/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6/5 fráköst, Arnaldur Grímsson 3, Jakob Leifur Kristbjarnarson 2, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Jóel Fannar Jónsson 0, Cedrick Taylor Bowen 0.


Valur: Frank Aron Booker 26/10 fráköst, Callum Reese Lawson 13/4 fráköst, Kári Jónsson 10/10 stoðsendingar, Karl Kristján Sigurðarson 9/6 fráköst, Kristófer Acox 9/6 fráköst, Lazar Nikolic 5, Hjálmar Stefánsson 5/6 fráköst, Orri Már Svavarsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -