spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan náði í tvö stig á Sunnubrautina

Stjarnan náði í tvö stig á Sunnubrautina

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík öðru sinni í vetur, nú á heimavelli þeirra í Blue höllinni í 14. umferð Bónus deildar kvenna, 78-92.

Eftir leikinn er Keflavík í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, en Stjarnan í 7. sætinu með 12 stig.

Leikur kvöldsins var jafn og spennandi framan af og munaði aðeins stigi á liðunum eftir fyrsta leikhluta, 21-20. Um miðjan annan leikhluta nær Stjarnan svo góðu áhlaupi og eru það þær sem leiða með 11 stigum í hálfleik, 36-47.

Heimakonur í Keflavík ná svo nánast ekkert að vinna á forskoti gestana í seinni hálfleiknum, munurinn enn 9 stig fyrir lokaleikhlutann, 57-66 og að lokum vinnur Stjarnan nokkuð örugglega, 78-92.

Stigahæst heimakvenna í leiknum var Keishana Washington með 20 stig og næst henni var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 13 stig.

Fyrir Stjörnuna var Stina Almqvist stigahæst með 26 stig og Ruth Sherrill bætti við 24 stigum.

Gífurlega sterkur sigur Stjörnunnar gegn sterku liði Keflavíkur í kvöld sem kom kannski eilítið á óvart, ekki síst í því ljósi að síðustu fimm leikir liðanna hafa allir unnist á heimavelli. Keflavík unnið síðustu þrjá heima gegn Stjörnunni og Stjarnan síðustu tvo heimaleiki sína gegn Keflavík.

Tölfræði leiks

Keflavík: Keishana Washington 20/7 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 12, Agnes María Svansdóttir 10, Sofie Tryggedsson Preetzmann 8/10 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 7, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0.


Stjarnan: Stina Josefine Almqvist 26/12 fráköst, Ruth Helena Sherrill 24/20 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 14/5 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 12/10 fráköst/6 stoðsendingar, Diljá Ögn Lárusdóttir 11/4 fráköst, Fanney María Freysdóttir 5, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0, Bára Björk Óladóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -