KR hafði betur gegn Tindastóli á Meistaravöllum í kvöld í 14. umferð Bónus deildar kvenna, 82-64.
Eftir leikinn er KR jafnt Njarðvík í 1.-2. sæti deildarinnar með 20 stig, en Njarðvík á leik til góða gegn Grindavík annað kvöld. Tindastóll aftur á móti eru í 8. sætinu með 10 stig.
Leikur kvöldsins var aldrei neitt sérstaklega jafn eða spennandi. Eftir að hafa komið forskoti sínu í tveggja stafa tölu á upphafsmínútunum litu heimakonur í KR aldrei til baka. Mest fór forskot þeirra í 26 stig í upphafi fjórða leikhluta, en Tindastóll náði aðeins að laga stöðuna fyrir lokaflautið, 82-64.
Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 23 stig og Eve Braslis með 22 stig.
Fyrir gestina úr Skagafirði var stigahæst Maddie Sutton með 23 stig og Marta Hermida bætti við 21 stigi.
Sigur KR væntanlega nokkuð kærkominn, en þær höfðu tapað nokkrum síðustu leikjum, í deild, sem og í bikar gegn Tindastóli í átta liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar á dögunum.
KR: Rebekka Rut Steingrímsdóttir 23/5 fráköst, Eve Braslis 22, Molly Kaiser 13/6 fráköst, Jiselle Elizabeth Valentine Thomas 8/5 fráköst, Anna María Magnúsdóttir 8, Arndís Rut Matthíasdóttir 5, Lea Gunnarsdóttir 3, Perla Jóhannsdóttir 0, Hanna Þráinsdóttir 0, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 0/12 fráköst, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.
Tindastóll: Madison Anne Sutton 23/14 fráköst, Marta Hermida 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, Inga Sólveig Sigurðardóttir 6/5 fráköst, Eva Run Dagsdottir 6, Emma Katrín Helgadóttir 3, Oceane Kounkou 2, Brynja Líf Júlíusdóttir 2, Rannveig Guðmundsdóttir 1, Alejandra Quirante Martinez 0.



