Formaður KKÍ Kristinn Albertsson sendi fyrir helgina frá sér pistil á síðu sambandsins sem ber nafnið Íþróttaskuld.
Í honum fer hann yfir þá endurgreiðslu sem kvikmyndaiðnaður á Íslandi fær í ljósi þeirra tekna sem hann býr til fyrir samfélagið í samanburði við þann auð sem íþróttir skapa. Hvetur hann ráðamenn til þess að leggjast yfir málið, fjárfesta í framtíðinni og stórauka framlög til íþrótta
Bendir hann meðal annars á að kvikmyndaiðnaður hafi fengið 6,6 miljarða í endurgreiðslu frá ríkinu árið 2025 á meðan íþróttahreyfingin hafi í heild fengið 1,5 miljarð frá ríkinu, eða 23% af því sem kvikmyndagerð fékk.
Spyr hann meðal annars ,,Vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild.”



