Njarðvík hefur samið við Luwane Pipkins fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla.
Luwane er 30 ára bandarískur bakvörður sem kemur til Njarðvíkur frá Grikklandi. Auk Grikkland hefur Luwane spilað í Tyrklandi, Slóvakíu, Tékklandi, Georgíu, Norður-Makedóníu og Portúgal á atvinnumannaferli sínum. Fyrir atvinnumannaferil sinn lék hann fyrir UMass og Providence í bandaríska háskólaboltanum.
Hafsteinn Sveinsson, formaður Njarðvíkur kveðst ánægður með ráðningu Luwane og hefur skilaboð til Njarðvíkinga: “Nú snúum við Njarðvíkingar bökum saman og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Fyllum IceMar höllina á föstudaginn í gríðarlega mikilvægum leik gegn ÍA”



