Ármann hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við hinn bandaríska Brandon Averette.
Brandon kemur til Ármanns frá Njarðvík þar sem hann lék á fyrri hluta tímabilsins, en honum var sagt upp störfum þar á dögunum. Í 13 leikjum með Njarðvík skilaði Brandon að meðaltali 18 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum.



