Fyrr í vikunni varð Tindastóll fyrsta íslenska liðið í 20 ár til þess að tryggja sig í úrslitakeppni Evrópukeppni, en það gerðu þeir með að sigra Sigal Pristhina frá Kósovó í ENBL keppninni.
Sigur Tindastóls ytra þó ekki allur tekinn út með sældinni þar sem þeir lentu undir snemma í leiknum og þurftu að klóra sig aftur inn í leikinn til þess að geta tryggt sér sigurinn og þennan sögulega farmiða í úrslitakeppnina.
Snemma í leiknum fékk leikmaður þeirra Adomas Drungilas dæmda á sig tæknivillu eftir að hafa verið ósáttur með dómara leiksins og kastað bolta reiðilega í átt þeirra. Líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan var þjálfari þeirra Arnar Guðjónsson ekki par sáttur með sinn mann er hann kallaði hann aftur á bekkinn.
Alls á Tindastóll tvo leiki eftir af deildarkeppni keppninnar. Báðir eru þeir heimaleikir, gegn Dinamo Zagreb frá Króatíu 20. janúar og Brussels frá Belgíu þann 10. febrúar. Við taka síðan 16 liða úrslit keppninnar.



