KR hafði betur gegn nýliðum Ármanns í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla, 102-93.
Eftir leikinn er KR í 6. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Ármann er í 12. sætinu með 4 stig.
Það voru gestirnir úr Laugardalnum sem byrjuðu leik kvöldsins með flugeldasýningu. Settu 37 stig í fyrsta leikhlutanum og leiddu með 13 af honum loknum, 24-37. Vörn heimamanna mætir þó til leiks í öðrum leikhlutanum og þeir ná aðeins að laga stöðuna fyrir lok fyrri hálfleiks, 52-58.
KR-ingar halda uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiksins og ná forystunni loksins aftur um miðjan þriðja fjórðunginn. Eru svo komnir 4 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 81-77. Í þeim fjórða er leikurinn svo gífurlega jafn og spennandi þó svo að heimamenn haldi forystunni allan tímann. Ármenningar láta vel finna fyrir sér og heimamenn gera það líka. Nokkuð reyndi á dómara leiksins á þessum lokamínútum og fannst gestunum þeir hlunnfarnir í einhver skipti eftir viðskipti sín við heimamenn.
Vendipunktur brakmínútna leiksins var þristur sem Þórir Guðmundur Þorbjarnarson setur þegar rúm hálf mínúta er til leiksloka. Setur KR þar með 7 stigum yfir og Ármann nær ekki að gera frekari atlögur að sigrinum. Niðurstaðan að lokum 9 stiga sigur heimamanna, 102-93.
Stigahæstir heimamanna í leiknum voru Þórir Guðmundur með 28 stig og KJ Doucet með 22 stig.
Fyrir Ármann var stigahæstur Bragi Guðmundsson með 32 stig og Daniel Love bætti við 15 stigum.
KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 28/7 fráköst/7 stoðsendingar, Kenneth Jamar Doucet JR 22/10 fráköst, Linards Jaunzems 18/9 fráköst, Toms Elvis Leimanis 15/6 stoðsendingar, Þorvaldur Orri Árnason 12, Friðrik Anton Jónsson 5/5 fráköst, Veigar Áki Hlynsson 2, Aleksa Jugovic 0, Orri Hilmarsson 0, Lars Erik Bragason 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 0.
Ármann: Bragi Guðmundsson 32/8 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Love 15, Zarko Jukic 14/5 fráköst, Marek Dolezaj 13/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 8, Arnaldur Grímsson 6, Vonterius Montreal Woolbright 5, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Kári Kaldal 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0, Jóel Fannar Jónsson 0.



