spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStjarnan endaði sigurgöngu Valsmanna

Stjarnan endaði sigurgöngu Valsmanna

Í kvöld hófst 13. umferð Bónusdeildar karla, fyrirfram var mesta eftirvæntingin á leik Vals og Stjörnunnar.  Liðin í öðru og fimmta sæti deildarinnar og þau lið, ásamt Grindavík, verið hvað heitustu í síðustu umferðum. Valur búinn að vinna sjö leiki í röð og Stjarnan fjóra. Leikurinn varð í raun aldrei spennandi, Stjarnan kláraði leikinn í fyrri hálfleik, Valur sýndi karakter í lokinn og náðu að bjarga andlitinu, 102-105 fyrir gestunum.

Bæði lið mættu nokkuð vel stemmd til leiks, Stjarnan sá samt eingöngu um að koma boltanum í körfuna og skoraði 12 fyrstu stigin. Valur kom ekki einu sinni vítaskotum ofan í. Fyrstu stig heimamanna kom þegar rúmar sex mínútur voru eftir af leikhlutanum.  En Stjarnan lék sér Valsmönnum og var Ægir þeim sérlega erfiður. Það var ekki fyrr en í lok leikhlutans að Valsmenn vöknuðu varnarlega  En skotnýting gestana var afburða góð, eða 70%, og leiddu gestirnir 21-35.

Stjarnan hélt áfram að skína í öðrum leikhluta og áttu heimamenn fá svör við bæði varnar- og sóknar leik Stjörnunnar. En Valsmenn fór að bíta frá sér og tókst aðeins að laga stöðuna, en náðu bara að minnka muninn í 10 stig. Stjarnan hélt áfram sínum yfirburðum og fór með 21 stiga forskot í hálfleikinn, 40-61.

Það var lítið sem benti til þess, í þriðja leikhluta að Valsmenn ætluðu eitthvað að gera leik úr þessum leik.  Stjarnan með undirtökin og góða forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. En þá fór Valsmenn að spila eins og Valur getur gert, það kom einhver smá strú og þeir unnu þennan leikhluta og fóru í fjórða leikhluta með stöðuna, 66-79.

Síðasti leikhlutinn var jafn til að byrja með, Valsmenn búnir að finna lykt af einhverju en Stjarnan var nú ekkert á því að hleypa Valsmönnum of nálægt sér. Þegar sex mínútur lifðu leiks, minkaði Woods leikinn í 9 stig. Áhorfendur vöknuðu og hugsanlega kominn skjálfti í gestina. En Valsmenn voru klaufar í næstu sóknum síðum og náðu ekki fylgja eftir sínu áhlaupi, en undir lokin fóru Valur að hitta vel úr sínum skotum og náðu að minnka muninn all hressilega, en ekki nóg til að vinna leikinn. Stjarnan vann 102-105.

Hjá Val var Lazar Nikolic góður, setti 24 stig og tók 11 fráköst, Woods var með 20 stig. Hjá Stjörnunni var Seth með 23 stig og 12 fráköst. Ægir, sem var stórkostlegur í fyrsta leikhluta, setti 21 stig og 9 stoðsendingar.

Næstu leikir þessara liða er 8 liða úrslitaleikir í VÍS bikarkeppninni, þegar Stjarnan fær Grindavík í heimsókn, 11. janúar. Valsmenn fá síðan Keflavík í N1 höllina 12. janúar. En næstu leikir í Bónusdeildinni verður 15. janúar þegar Valsmenn heimsækja Ármann og sama dag fær Stjarnan Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -