spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFjórir leikmenn sem týndust eftir stórbrotnar frammistöður

Fjórir leikmenn sem týndust eftir stórbrotnar frammistöður

Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er vélbyssukjafturinn Mummi Jones.

Til umræðu eru fréttir vikunnar, 20 vinsælustu fréttir ársins á Körfunni, síðasta umferð Bónus deildar karla, hvernig liðin koma undan hátíðum, sigurganga Vals, hvaða lið eru líklegust til að gera atlögu í vor, Remy Martin til Keflavíkur, breytingar á Skaganum og margt fleira. 

Hérna er upptakan á Spotify

Þá er einnig farið yfir lista leikmanna sem áttu rosalegar innkomur fyrir sín lið í úrslitakeppnum, sáust svo nánast ekkert eftir það og voru allir hættir að spila í efstu deild langt fyrir aldur fram. Leikmennirnir sem til umræðu eru er hægt að sjá á listanum hér fyrir neðan og hægt er að nálgast umræðuna í síðasta þætti af Aukasendingunni.

Fjórir leikmenn sem týndust eftir sterkar frammistöður

Davíð Ingi Bustion / Grindavík (2013)

Emil Þór Jóhannsson / Snæfell (2010)

Þorsteinn Finnbogason / Grindavík (2018)

Sigurkarl Jóhannesson / ÍR (2019)

Fréttir
- Auglýsing -