Þunnur hópur Tindastólsmanna mættu í kvöld sterku liði Sigal Prishtina í Pallati i Rinise dhe Sportev höllinni í Kosovo í fyrsta leik sínum á árinu í ENBL deildinni. Ivan fékk ekki inngöngu í landið vegna pólitísk ágreinings milli Kósavó og Serbíu og því aðeins 9 menn á skýrslunni og verkefnið orðið erfiðara strax í upphafi.
Nokkuð gott jafnræði var með liðunum í upphafi en Adrio Bailey reyndist stólunum erfiður í fyrsta leikhluta, hann setti niður 15 stig og tók 3 fráköst og staðan eftir þennan fyrsta leikhluta 23-16 fyrir heimamönnum. Gæti verið að hafa áhrif að það var Covid stemning í stúkunni, sjáum hvort leikur Tindastóls skáni ekki úr þessu. Skráður áhorfendafjöldi er 100 en það eru stórlega ýktar tölur.
Sigal byrjuðu annan leikhluta á 8-0 kafla og settu leikinn í 15 stiga mun, áður en Taiwo setti niður 2 vítaskot. En það voru líka einu stigin sem Tindastóll gerði á fyrstu fjórum mínútum leikhlutans og ljóst að þetta yrði erfitt kvöld ef ekkert myndi breytast. Arnar tók leikhlé og hann var greinilega búinn að finna einhvern veikleika hjá gestgjöfunum, því að stólarnir tóku heldur betur við sér. 17-3 kafli hjá stólunum og þetta var aftur orðinn leikur. Sex stiga munur í hálfleik 41-35 og allt annað að sjá íslenska liðið eftir leikhléið.
Þriðji leikhluti var nokkuð jafn framan af, Bailey tekin úr umferð og án hans stiga var leikurinn í járnum. Pétur setur þrist og staðan er 44-42. Svona jafnt hafði þetta ekki verið síðan leikurinn var flautaður á. Bailey fær tæknivillu og Sigal menn setja 10 stig í röð. Þetta er allt í einu aftur orðið frekar erfitt og Arnar tekur leikhlé. Sigtryggur Arnar er 0-6 í skotum og hef ekki brotið einu sinni í leiknum. Heimamenn setja niður 30 stig í þessum leikhluta gegn 24. og 71-59 er staðan fyrir seinustu 10 mínútunar.
Líkt og í öðrum leikhluta þá voru stólarnir líkari sjálfum sér í seinni leikhluta síðari hálfleiks. 3 mínutúr eftir af leiknum og munurinn er 2 stig. Basile búinn að vera frábær í þessum leik með 82% skotnýtingu. Geks kemur Tindastól yfir með þrist í fyrsta skipti síðan í byrjun leiks 84-83. Július fær 2 víti og skilar þeim báðum í tunnuna en Sigal menn svara! 87-87 og 8,8 á klukkunni. Stólarnir eiga boltann Basil ræðst á körfuna en það er varið. Signal stekkur í sókn en ná ekki að skora, við erum að fara í framlengingu.
Basil setur fyrstu stigin í framlenginu en Bailey svarar með þrist, tveir bestu menn vallarins að sýna hvað þeir geta hérna. Geks jafnar 92-92 með þrist og Arnar brýtur hinu meginn, Sigal Prishtina eiga 3 vítaskot og setja þau öll. Badmus svarar með layup og Drungilas setur þrist. 95-97 þegar mínúta er eftir. Við tekur vítakeppni og þar eru stólarnir einfaldlega sterkari. Frábær sigur skagfirska liðsins er niðurstaðan 98-104
Atkvæðamestir fyrir Tindastól var Basile með 27 stig, 5 stoðsendingar og 5 fráköst og Drungilas með 21 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar
Hjá Sigal Prishtina voru það Deondre Burns með 31 stig, 5 stoðseningar og 5 fráköst og svo Adrio Bailey með 27 stig, 11 fráköst og tvær stoðsendingar
Úrslitin þýða það að Tindastóll er í 2. sæti ENBL deildarinnar með 11 stig eftir 5 sigra og eitt tap.



