KR hefur samið við Toms Leimanis um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla.
Toms er 31 árs 190 cm bakvörður sem á að baki 12 landsleiki með landsliði Letta, nú síðast í nóvember, en Toms var áður fastamaður í yngri landsliðum þeirra. Toms spilaði síðast með VEF Riga í LEBL-deildinni. Fyrir utan að hafa leikið í heimalandi sínu þá hefur Leimanis einnig leikið í Litháen, Spáni, Eistlandi, Grikklandi, Úkraínu, Belarus og Mexíkó.
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR ,,Virkilega spenntur að fá Toms inn í liðið okkar. Hann hefur spilað á góðu leveli og átt góðan feril í Evrópu þar sem mjög gott orð af honum kemur frá fyrrum þjálfurum hans. Hann kemur með gæði, reynslu og leiðtogahæfni í liðið sem mun nýtast okkur vel.”



