spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaEnda árið með þriðja sigurleiknum í röð

Enda árið með þriðja sigurleiknum í röð

Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu sinn þriðja deildarleik í röð í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið lagði Löwen nokkuð örugglega, 104-73.

Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 12 stigum, 3 fráköstum og 7 stoðsendingum, en hann var næst framlagshæstur í Berlínarliðinu í leiknum.

Með sigrinum færast Martin og félagar upp í 3. sæti deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -