spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaTopplið KR bætir þekktri stærð í hópinn ,,Hlökkum til að vinna með...

Topplið KR bætir þekktri stærð í hópinn ,,Hlökkum til að vinna með henni eftir áramót”

KR hefur samið við Jiselle Thomas fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.

Jiseller er 26 ára bandarískur/franskur bakvörður sem á síðustu leiktíð lék fyrir Val í Bónus deildinni, en þá skilaði hún 17 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Jiselle Thomas um að leika með liði meistaraflokks kvenna í Bónus-deildinni á þessari leiktíð. nJiselle kemur til KR frá Spáni en þar lék hún með Celta Zorka í B-deildinni. Áður lék Jiselle með Killester á Írlandi og með East Tennessee State háskólanum í Bandaríkjunum.

Daníel Andri Halldórsson þjálfari KR “Jiselle er fjölhæfur vængbakvörður sem er gríðarlega góð viðbót inn í okkar hóp. Hún kemur til með að styrkja okkar breidd fyrir seinni hluta tímabilsins. Hún hefur reynslu af deildinni sem er alltaf plús og við hlökkum til að vinna með henni eftir áramót.”

Fréttir
- Auglýsing -