spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karla100 stiga maðurinn aftur til Vestra

100 stiga maðurinn aftur til Vestra

Vestri hefur samið við Jonathan Braeger um að þjálfa meistaraflokk kvenna og leika með meistaraflokki karla hjá félaginu út tímabilið. Hann er ekki ókunnugur Vestra en hann lék fyrir félagið tímabilin 2022 til 2024.

Nýverandi þjálfari kvennaliðs Vestra, Gwen Chappell-Muhammad, er á leið í fæðingarorlof og leysir Jonathan hana af á meðan.

Jonathan komst í sögubækurnar fyrir nokkrum árum eftir að hafa skoraði 100 stig og náð fjórfaldri tvennu í einum og sama leiknum er hann lék í fjórðu deildinni í Þýskalandi fyrir Baskets Vilsbiburg, en hann var einnig með 16 stoðsendingar, 12 fráköst og 12 stolna bolta í leiknum. Leikurinn, sem var á móti B-liði s.Oliver Würzburg, var skrautlegur í meira lagi og endaði 209-39 en bæði lið telfdu fram vængbrotnum liðum sökum veikinda.

Fréttir
- Auglýsing -