Sjötti maðurinn kom saman og ræddi alla hluti tengda efstu tveimur deildum karla á Íslandi.
Farið var í verðlaunaafhendingu fyrir fyrri hluta tímabils bæði í Bónus deild karla og fyrstu deild karla, góða/slæma viku, síðustu umferð, þá næstu og margt, margt fleira.
Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu verðlaun í sjö flokkum fyrstu deildar karla ásamt úrvalsliði deildarinnar, en umræðuna um verðlaunin er hægt að hlusta á í síðasta þætti af Sjötta manninum sem aðgengilegur er á öllum hlaðvarpsveitum undir nafni Körfunnar.
Sjötti maðurinn – Verðlaun fyrri hluta tímabils
Sjötti maður ársins: Will Thompson úr Fjölni
Stemmingsmaður ársins: Magnús Dagur Svansson úr Sindra
Slúður ársins: Gísli Halls í Stjörnuna
Nýliði ársins: Finnur Tómasson úr Fylki
Surprise ársins: Frosti ekki í mínútum í fyrstu deild
Sokkur ársins: Fylkir vinna leik
Útlendingur ársins: Sardaar Calhoun úr Breiðablik
Lið ársins: Sölvi Ólason (Breiðablik), Viktor Steffensen (Fjölni), Sigvaldi Eggertsson (Fjölni), Lars Erik Bragason (KV) og Hugi Hallgrímsson (Haukar)



