spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÁlftnesingar búnir að ráða þjálfara

Álftnesingar búnir að ráða þjálfara

Álftnesingar hafa samið við Hjalta Þór Vilhjálmsson um að vera aðalþjálfari liðs þeirra á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla.

Hjalti hefur stjórnað liðinu í síðustu tveimur leikjum, en hann var áður aðstoðarþjálfari Kjartans Atla Kjartanssonar hjá félaginu. Hjalti hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins frá því á síðasta tímabili og er hann einn af reynslumeiri þjálfurum landsins. Á sama tíma hefur Ívar Ásgrímsson verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Álftaness, en Ívar er framkvæmdastjóri Ungmennafélags Álftaness og býr auk þess yfir mikilli reynslu af þjálfun.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður Álftaness í tilkynningu með ráðningunni „Hjalti er einstakur innan vallar sem utan. Hann brennur bæði fyrir körfuboltaþjálfun og samfélaginu hér á Álftanesi. Við erum gríðarlega ánægðir að halda honum innan klúbbsins. Auk þess er Ívar frábær viðbót í teymið með alla sína reynslu. Við hlökkum mjög til vegferðarinnar á nýju ári og þurfum á ykkar stuðning að halda.“

Fréttir
- Auglýsing -