spot_img

Emese Vida til Vestra

Vestri hefur samið við ungversk-serbneska miðherjann Emese Vida um að leika með félaginu í 1. deild kvenna út leiktíðina.

Emese, sem er 190 cm á hæð, hefur leikið fjögur tímabil hér á landi síðan 2019 með Snæfelli og Tindastól, síðast veturinn 2023-2024. Hún lék í Úrvalsdeildinni á árunum 2019 til 2021 þar sem hún var með 11,4 stig og 13.8 fráköst að meðaltali í leik

Vestri hefur átt erfitt uppdráttar í 1. deildinni í vetur og er sem stendur á botni deildarinnar eftir að hafa tapað öllum átta leikjum sínum. Næsti leikur liðsins er 4. janúar næstkomandi á móti Selfossi.

Fréttir
- Auglýsing -