KR lagði Stjörnuna á Meistaravöllum í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 93-92.
Nýliðar KR eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með 18 stig. Stjarnan aftur á móti öllu neðar í deildinni, í 7. sætinu með 10 stig.
Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, en að fyrsta leikhluta loknum leiddi KR með 2 stigum. Frá upphafi annars leikhluta virðast heimakonur með góð tök á leiknum. Bæta hægt en örugglega við forskot sitt eftir því sem líður á leikinn.
KR er 9 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik og eru svo þægilegum 16 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða gera þær svo vel að verjast áhlaupi Stjörnunnar og er niðurstaðan að lokum nokkuð sterkur sigur toppliðsins, 93-92.
Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Molly Kaiser með 34 stig og Eve Braslis með 20 stig.
Fyrir Stjörnuna voru stigahæstar Eva Wium Elíasdóttir og Berglind Katla Hlynsdóttir með 24 stig hvor.
KR: Molly Kaiser 34/8 fráköst, Eve Braslis 20/13 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 17/7 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 12, Anna María Magnúsdóttir 4, Arndís Rut Matthíasdóttir 3/8 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2/7 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 1, Kristrún Edda Kjartansdóttir 0, Kaja Gunnarsdóttir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0, Klara Líf Pálsdottir 0.
Stjarnan: Eva Wium Elíasdóttir 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Katla Hlynsdóttir 24/8 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 19/5 fráköst, Eva Ingibjörg Óladóttir 6, Sigrún Sól Brjánsdóttir 5, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 2/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 2, Arna María Eiríksdóttir 0, Ingibjörg María Atladóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Fanney María Freysdóttir 0/5 fráköst.



