Íslandsmeistarar Hauka höfðu betur gegn Grindavík í HS orku höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 92-93.
Eftir leikinn er Grindavík í 3.-5. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Valur og keflavík á meðan Haukar eru í 6. sætinu með 14 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins gífurlega spennandi á lokamínútunum, en það var hann svosem nánast allan tímann þar sem litlu munaði í báðar áttir lengst af.
Á lokametrunum var það vörn Hauka sem hélt og stórar körfur frá Amandine Toi sem innsigluðu sigur Íslandsmeistara Hauka, en heimakonur fengu nokkur tækifæri til að ná forystunni á síðustu tveimur mínútunum. Allt kom þó fyrir ekki og unnu Haukar að lokum með minnsta mun mögulegum, 92-93.
Stigahæstar heimakvenna í kvöld voru Ellen Nystrom með 23 stig og Abby Beeman með 22 stig.
Fyrir Hauka var stigahæsta Amandine Toi með 28 stig og Krystal Freeman bætti við 22 stigum.
Grindavík: Ellen Nystrom 23/6 fráköst, Abby Claire Beeman 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Farhiya Abdi 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0.
Haukar: Amandine Justine Toi 28, Krystal-Jade Freeman 22/13 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6/8 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.



