spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSara Rún og Tryggvi Snær leikmenn ársins

Sara Rún og Tryggvi Snær leikmenn ársins

Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Keflavíkur og Tryggvi Snær Hlinason leikmaður Bilbao á Spáni hafa verið valin körfuknattleiksfólk ársins 2025.

Að valinu stendur KKÍ og er það stjórn sambandsins, starfsfólk og nefndarfólk sem velur, en þetta er í 28. skipti sem valið er.

Mun þetta vera í fimmta skiptið sem Sara Rún hlýtur nafnbótina, en í annað skiptið sem Tryggvi Snær er valinn.

Val á körfuknattleikskonu ársins 2025:

  1. Sara Rún Hinriksdóttir
  2. Danielle Rodriquez
  3. Þóra Kristín Jónsdóttir

Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Anna Ingunn Svansdóttir, Kolbrún María Ármannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir

Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík

Sara Rúnvar lykilleikmaður í liði Keflavíkur á síðasta ári sem endaði í 4 sæti Bónusdeildarinnar, en liðið féll svo út í undanúrslitum gegn Njarðvík í úrslitakeppninni í vor. Sara Rún var besti leikmaður liðsins og skoraði 18.3 stig að meðaltali í leik. Sara hefur stórbætt leik sinni á núverandi tímabili og er langstigahæsti íslenski leikmaður deildarinnar með 23.2 stig í leik það sem af er tímabili.

Danielle Rodriquez · Njarðvík

Daniellehóf árið út í Sviss þar sem hún lék með liði Fribourg í svissnesku úrvalsdeildinni og Eurocup evrópukeppninni einnig. Danielle var valinn í annað úrvalslið svissnesku deildarinnar með 13.1 stig og 4.9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þetta tímabil gekk hún til liðs við Njarðvík og hefur hún farið mjög vel af stað með sínu nýja liði. Njarðvík er á toppnum og Dani er næst framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 19 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar

Þóra Kristínvar stórkostleg með Hauka liðinu sem varð Íslandsmeistari í vor. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins á lokahófi KKÍ í mars, og leiddi svo lið sitt til titils í maí. Í úrslitakeppninni var hún með tæp 13 stig og 7 stoðsendingar, ásamt því að hitta úr 46% þriggja stiga skota sinna.

 Val á körfuknattleikskarli ársins 2025:

  1. Tryggvi Snær Hlinason
  2. Elvar Már Friðriksson
  3. Ægir Þór Steinarsson

Aðrir sem fengu atkvæði í starfrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hilmar Smári Henningsson og  Martin Hermansson

Tryggvi Snær Hlinason · Surne Bilbao Basket

Tryggvi Snær átti stórkostlegt ár með félagsliði sínu Bilbao Basket og íslenska landsliðinu. Bilbao sigraði FIBA Europe Cup með glæsilegum sigri á PAOK frá Grikklandi í úrslitaeinvígi. Tryggvi átti sinn besta leik í undanúrslitum keppninnar, þegar hann var framlagshæstur sinna manna í sigri á Tofas frá Tyrklandi. Tryggvi var frábær fyrir íslenska landsliðið á Eurobasket í Póllandi. Hann leiddi íslenska liðið í stigaskorun og fráköstum, og var sjötti framlagshæsti leikmaður mótsins, ásamt því að enda í öðru sæti í 2 stiga skotnýtingu – á milli þeirra Giannis Antetokounpo og Nikola Jokic. 

Elvar Már Friðriksson · Anwil Wloclawek

Elvar Már byrjaði árið í Grikklandi þar sem hann lék með Maroussi í grísku úrvalsdeildinni. Í haust færði hann sig yfir til Póllands þar sem hann hefur farið vel af stað með Anwil Wloclawek, sem sitja í 7. sæti pólsku deildarinnar þar sem Elvar er með 12 stig og 6 stoðsendingar. Elvar spilaði vel á Eurobasket í Póllandi þar sem hann endaði mótið með 12.4 stig að meðaltali í leik, næst stigahæstur íslenska liðsins.

Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan

Ægir Þórleiddi Stjörnuna til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils með stórkostlegri frammistöðu í úrslitakeppni Bónusdeildarinnar í vor. Ægir var bæði valinn besti leikmaður Íslandsmótsins og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Í úrslitakeppninni skoraði Ægir 20 stig að meðaltali í leik, ásamt því að gefa rúmlega 8 stoðsendingar. Ægir Þór stóð sig með prýði á Eurobasket í Póllandi þar sem hann var fyrirliði íslenska liðsins.

Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 

1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir

1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð

2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir

2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir

2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir

2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir

2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir

2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir

2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir

2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir

2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir

2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir

2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir

2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir

2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir

2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir

2022: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir

2023: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir

2024: Tryggvi Snær Hlinason og Thelma Dís Ágústsdóttir

2025: Tryggvi Snær Hlinason og Sara Rún Hinriksdóttir

Oftast valin Körfuboltamaður og Körfuboltakona ársins:*

12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015)

12 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2019)

 5 Martin Hermannsson (2016, 2017, 2018, 2019, 2020)

5 Sara Rún Hinriksdóttir (2020, 2021, 2022, 2023, 2025) 

4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993)

 3 Elvar Már Friðriksson (2021, 2022, 2023)

 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977)

 2 Hildur Björg Kjartansdóttir (2017, 2018)

 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978)

 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988)

 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996)

 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998)

 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004)

2 Tryggvi Snær Hlinason (2024, 2025)

*Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin körfuknattleikskarl og körfuknattleikskona ársins.

Fréttir
- Auglýsing -