Valur lagði Hamar/Þór í N1 höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 98-67.
Eftir leikinn er Valur í 2. til 5. sætinu með 16 stig á meðan Hamar/Þór er í 9. til 10. sætinu með 2 stig.
Leikar voru nokkuð jafnir á upphafsmínútunum og munaði aðeins tveimur stigum á liðunum að fyrsta leikhluta loknum, 22-20. Það er ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem heimakonur í Val ná að hlaða í áhlaup og slíta sig almennilega frá gestunum, munurinn 15 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 49-34.
Í upphafi þriðja leikhluta nær Valur að láta kné fylgja kviði og fara með forskot sitt í 23 stig fyrir lokaleikhlutann, 68-45. Eftirleikurinn virtist einfaldur fyrir heimakonur, sem vinna leikinn að lokum gífurlega örugglega, 98-67.
Stigahæstar fyrir Hamar/Þór í leiknum voru Jadakiss Guinn með 28 stig og Mariana Duran með 10 stig.
Fyrir Val var stigahæst Alyssa Cerino með 21 stig og Reshawna Stone bætti við 16 stigum.
Valur: Alyssa Marie Cerino 21/9 fráköst, Reshawna Rosie Stone 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sara Líf Boama 13/10 fráköst/5 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 9/6 stoðsendingar, Hanna Gróa Halldórsdóttir 9, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/12 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 3, Berta María Þorkelsdóttir 2, Fatima Rós Joof 1.
Hamar/Þór: Jadakiss Nashi Guinn 28/5 fráköst, Mariana Duran 10/12 fráköst, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 9, Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir 7/4 fráköst, Dagrún Inga Jónsdóttir 3, Guðrún Anna Magnúsdóttir 3, Jovana Markovic 3/10 fráköst, Bergdís Anna Magnúsdóttir 2, Emilía Ýr Gunnsteinsdóttir 2, Elín Sara Magnúsdóttir 0, Jara Björg Gilbertsdóttir 0, Sólveig Grétarsdóttir 0.



