Véfréttin fékk heldur betur góðan gest í nýjasta þættinum af Boltinn lýgur ekki.
Siggeir Ævarsson vinur þáttarins og fjölmiðlamaður mætti til þess að ræða málefni líðandi stundar, NBA deildina og Bónus deildina. Þá mætir einnig Pálmi Þórsson til þess að tala um Tindastól.
Meðal þess sem rætt er í þættinum er staðan á Sauðárkróki, vandræðin í Vesturbænum, tilhneiging þjálfara til að vilja vera eins og þjálfari Vals Finnur Freyr Stefánsson, brotthvarf Íslands úr Eurovision og sterkt lið Oklahoma City Thunder í NBA deildinni.
Þá er einnig farið yfir hvaða fimm leikmenn það eru sem BLE finnst hafa tekið minnstum framförum síðan á síðasta tímabili. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan og umræðuna má heyra í síðustu upptöku þáttarins.
Minnstar framfarir 2025-26
5. Davíð Arnar Ágústsson – Þór
4. Sigurður Pétursson – Álftanes
3. Shaun Hopkins – Álftanes
2. Þorvaldur Orri Árnason – KR
1. Pablo Bertone – Stjarnan



