spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karla39 stig Jacob Falko ekki nóg fyrir ÍR gegn KR á Meistaravöllum

39 stig Jacob Falko ekki nóg fyrir ÍR gegn KR á Meistaravöllum

KR komst aftur á sigurbraut í kvöld er liðið hafði betur gegn ÍR í 10. umferð Bónus deildar karla á Meistaravöllum, 102-96.

KR færist upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum þar sem þeir eru með 10 stig, en ÍR er einum sigurleik fyrir neðan í 7. sætinu með 8 stig.

Fyrsti leikhluti leiksins var jafn og spennandi, en KR var 2 stigum yfir að honum loknum. Þeir ná svo góðu áhlaupi í öðrum fjórðungnum og leiða því með 13 stigum í hálfleik, 52-39.

ÍR liðið náði að svara fyrir sig í upphafi seinni hálfleiksins. Ná með góðu áhlaupi undir lok þess þriðja að koma forskoti heimamanna niður í 4 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum misstu heimamenn aldrei forystuna. ÍR lét þá þó hafa fyrir því, en undir lokin voru það stórar körfur frá Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni og Linards Jaunzems sem tryggðu þeim stigin tvö, 102-96.

Stigahæstir fyrir ÍR í leiknum voru Jacob Falko með 39 stig og Tsotne Tsartsidze með 19 stig.

Fyrir KR var stigahæstur Linards Jaunzems með 24 stig og ekki langt undan var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 23 stig.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

KR: Linards Jaunzems 24/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 23/7 fráköst/14 stoðsendingar, Aleksa Jugovic 20, Kenneth Jamar Doucet JR 15/8 fráköst, Friðrik Anton Jónsson 11, Þorvaldur Orri Árnason 5, Vlatko Granic 4, Lars Erik Bragason 0, Hallgrímur Árni Þrastarson 0, Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Orri Hilmarsson 0.


ÍR: Jacob Falko 39, Tsotne Tsartsidze 19, Dimitrios Klonaras 15/14 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 10, Zarko Jukic 9/7 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 2, Tómas Orri Hjálmarsson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Aron Orri Hilmarsson 0, Frank Gerritsen 0, Bjarni Jóhann Halldórsson 0, Hannes Gunnlaugsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -