Valur hafði betur gegn Keflavík í N1 höllinni í kvöld í 10. umferð Bónus deildar karla, 111-91.
Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar, hvort um sig með sjö sigra og þrjú töp.
Fyrir utan upphafsmínútur leiksins má segja að Valur hafi leitt frá byrjun til enda. Hægt og bítandi byggja upp forskot sitt. Eru 6 stigum yfir eftir fyrsta fjórðung, 11 stigum í hálfleik, 19 stigum fyrir lokaleikhlutann áður en þeir vinna að lokum með 20 stigum, 111-91.
Stigahæstir fyrir Keflavík í kvöld voru Mirza Bulic og Egor Koulechov með 18 stig hvor.
Fyrir Val var stigahæstur Kári Jónsson með 27 stig og Keyshawn Woods bætti við 19 stigum.
Valur: Kári Jónsson 27/7 stoðsendingar, Antonio Keyshawn Woods 19/6 fráköst, Callum Reese Lawson 17/6 fráköst, Frank Aron Booker 16/4 fráköst, Kristófer Acox 14/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Lazar Nikolic 5, Karl Kristján Sigurðarson 5, Arnór Bjarki Halldórsson 0, Einar Marteinn Ólafsson 0, Veigar Örn Svavarsson 0.
Keflavík: Mirza Bulic 18/5 fráköst, Egor Koulechov 18/9 fráköst, Darryl Latrell Morsell 16, Craig Edward Moller 10/8 fráköst, Jaka Brodnik 9, Hilmar Pétursson 8, Halldór Garðar Hermannsson 7, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5/4 fráköst, Valur Orri Valsson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0, Frosti Sigurðsson 0, Jakob Máni Magnússon 0.



