Stjarnan hafði betur gegn Tindastóli í Ásgarði í kvöld í 11. umferð Bónus deildar kvenna, 89-83.
Eftir leikinn er Stjarnan í 7. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Tindastóll er í 8. sætinu með 6 stig.
Það voru gestirnir úr Skagafirði sem fóru betur af stað í leik kvöldsins og leiddu með 7 stigum að fyrsta leikhluta loknum. Leikurinn var svo nokkuð jafn og spennandi undir lok fyrri hálfleiksins, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Tindastóll enn 3 stigum yfir, 45-48.
Leikar haldast svo áfram nokkuð jafnir í upphafi seinni hálfleiksins, en fyrir lokaleikhlutann munar aðeins stigi á liðunum Tindastóli í vil. Heimakonur í Stjörnunni ná ágætis tökum á leiknum í þeim fjórða og eru lengst af yfir í honum. Undir lokin gera þær svo vel að sigla að lokum sterkum sex stiga sigur í höfn, 89-83.
Stigahæstar í liði Stjörnunnar í kvöld voru Shaiquel McGruder með 23 stig og Eva Wium Elíasdóttir með 19 stig.
Fyrir Tindastól var stigahæst Alejandra Martinez með 21 stig og Marta Hermida bætti við 20 stigum.
Stjarnan: Shaiquel McGruder 23/10 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 19/5 stoðsendingar, Berglind Katla Hlynsdóttir 17/4 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 15/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 7, Fanney María Freysdóttir 3, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 3/4 fráköst, Sigrún Sól Brjánsdóttir 2, Eva Ingibjörg Óladóttir 0, Inja Butina 0, Ingibjörg María Atladóttir 0.
Tindastóll: Alejandra Quirante Martinez 21/5 stoðsendingar, Marta Hermida 20/5 fráköst/8 stoðsendingar, Madison Anne Sutton 16/13 fráköst/6 stoðsendingar, Oceane Kounkou 10, Brynja Líf Júlíusdóttir 10, Inga Sólveig Sigurðardóttir 4, Emma Katrín Helgadóttir 2, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 0, Rannveig Guðmundsdóttir 0, Eva Run Dagsdottir 0.



