Tindastóll spilar gegn Keila Coolbet frá Eistlandi í ENBL deildinni í dag. Leikurinn fer fram í KEILA TERVISEKESKUS höllinni í Eistlandi og hefst kl 17:30 að íslenskum tíma og er sýndur á Tindastóll TV, íslenskir lýsendur sjá um að halda áhorfendum upplýstum um gang leiksins.
Þetta er seinasti leikur liðsins í Evrópudeildinni fyrir áramót og hefur gengið verið mjög gott hingað til og situr Tindastóll í 9. sæti deildarinnar með 3 sigra og eitt tap. Á meðan Keila Coolbet er í vandræðum enn án sigurs eftir fjóra leiki.
Karfan hafði samband við Arnar Guðjónsson fyrir leikinn og spurði hann útí ferðalagið og stemminguna í hópnum fyrir leiknum.
,, Stemingin er nokkuð góð, allir heilir fyrir utan Hannes og við áttum nokkuð þægilegt ferðalag og vorum komnir hingað um miðjan dag í gær”
Aðgangur að útsendingu Tindastóls TV rennur til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og er mikilvægur hlekkur í fjármögnun á þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.



