spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLoksins náði Ármann í sigur

Loksins náði Ármann í sigur

Ármann náði í fyrsta sigur sinn í Bónus deild karla er liðið lagði Þór í Laugardalshöllinni í kvöld, 110-85.

Eftir leikinn er Ármann þó enn í 12. sæti deildarinnar með 2 stig á meðan Þór er í 11. sætinu með 4 stig.

Ármenningar byrjuðu leik kvöldsins af miklum krafti og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta. Við þá forystu náðu þeir svo að bæta undir lok fyrri hálfleiksins og eru þeir 14 stigum á undan þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum nær Þór aldrei að setja saman áhlaup sem vinnur á forskoti heimamanna, sem leiða með 15 stigum fyrir lokaleikhlutann áður en þeir bæta svo enn í og vinna leikinn að lokum með 25 stigum, 110-85.

Stigahæstir fyrir Ármann í kvöld voru Bragi Guðmundsson með 28 stig og Marek Dolezaj með 21 stig.

Fyrir Þór var stigahæstur Jacoby Ross með 26 stig.

Tölfræði leiks

Ármann: Bragi Guðmundsson 28/4 fráköst, Marek Dolezaj 21/9 fráköst, Daniel Love 20/8 fráköst, Lagio Grantsaan 15/9 fráköst, Vonterius Montreal Woolbright 14/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 9, Alfonso Birgir Gomez Söruson 3, Valur Kári Eiðsson 0, Kári Kaldal 0, Jóel Fannar Jónsson 0.


Þór Þ.: Jacoby Ross 26, Djordje Dzeletovic 20/4 fráköst, Rafail Lanaras 20/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Lazar Lugic 4/10 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Arnór Daði Sigurbergsson 3, Tristan Alexander Szmiedowicz 0, Kolbeinn Óli Lárusson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0, Ísak Júlíus Perdue 0.

Fréttir
- Auglýsing -