Sláturhúsið stóð undir nafni þegar Keflavík tók á móti KR í 9.umferð Bónus deildar karla. Leikar enduðu Keflavík 104-85 KR.
Fyrir leik
Keflavík situr í þriðja sæti deildarinnar þegar við förum af stað eftir landsleikjahlé. Þeir hafa svolítið farið undir radarinn hjá spámönnum en þeir voru búnir að skipta út Jordan Williams sem var ekki að ná að jafna sig á meiðslum fyrir Mirza Orelj sem lék tvo leiki fyrir hlé og leit vel út. Annar leikmaður Egor hafði leikið 5 leiki og leit mjög vel út hjá þeim.
Það er því mín spá að ef þeir hafi náð að nýta hléið vel til að stilla saman strengi þá er leiðin bara áfram upp töfluna hjá Keflavík.
KR er í pakka með Njarðvík og Álftanes í 5-7 sæti öll með 8 stig og bara ásættanleg staða hjá þeim.
KR bætti við sig leikmanni Vlatko Granic sem lék 2 leiki áður en landsleikjahléið hófst. Og er viðbót í hópinn sem hefur þurft að fá framlag frá fleiri leikmönnum sem þeir geta stólað á.
Linards hefur verið líkt og í fyrra þeirra besti maður og fyrirliðin Þórir var kallaður í Landsliðshópin fyrir frammistöðu sína í deildinni en KR er af mörgum talið mest spenandi verkefnið í deildinni sem byggt er á kjarna KR inga.
Byrjunarlið
Keflavík: Darryl, Egor, Mirza, Hilmar, Craig
KR: Jugovic, Friðrik, Þórir, Kenneth, Linards
Gangur leiks
Í byrjun fyrsta leikhluta eru bæði lið að svoldið mikið eftir bókinni, Hörð maður á mann vörn og ekki mikið að skipta á skrínum en þar af leiðandi eru fyrstu stig beggja liða drive í gegnum hjarta varnarinnar og augljóslega menn ryðgaðir eftir hléið. KR náði mest að komast 7 stigum yfir. Bæði lið fara svo að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna þegar líður á leikhlutann sem endar Keflavík 25-22 KR
Í öðrum leikhluta auka Keflvíkingar munin fljótt uppí 7 stig og halda svo KR 7-10 stigum fyrir aftan sig út allan leikhlutann. KR er að spila ágætis vörn en það er erfitt hjá þeim að klára sóknirnar. Vlatko er á skýrslu en hefur ekki komið á gólfið og engin skýring á því en Þóri og Linards veitti ekki af hjálpinni en þeir eru búnir að draga vagninn hjá KR á meðan Keflavík hefur spilað á 10 leikmönnum. Egor er með 15 stig hjá Keflavík og Linards með 19 hjá KR í fyrri hálfleik..
Keflavík heldur áfram að vinna á en það grípur augað í tölfræðinni frákastabaráttan. En Keflavík er með 32 á móti 18 hjá KR sem hafa tekið eitt frákast þegar 4 mínútur lifa af þriðja leikhluta. þar af hefur Þórir tekið helming þeirra eða 9 talsins en hann spilar sem leikstjórnandi hjá þeim. Leikhlutinn endar Keflavík 75-61 KR.
Fjórði byrjar keflavík skorar fyrstu tvö stigin og svo svakalegt blokk frá Darryl sem hleypur svo völlin og setur þrist í andlitið á KR og Jakob hefur séð nóg og tekur leikhlé eftir 35 sekúndur.
Það er lítið að segja nema að Keflavík klárar þennan leik þeir eru einfaldlega mun betri og geta spilað á fleiri mönnum. Sem dæmi koma fyrstu stig KR af bekknum eftir 2 mínútur eru búnar af fjórða leikhluta meðan Keflavík hefur fengið 12 stig af bekknum.
Frákastabaráttan var Keflavíkur líka 44-34 KR
Keflavík 104-85 KR. Öruggur sigur heimamanna.
Atkvæðamestir
Keflavík: Darryl 26 stig 7 frk 32 frl. Egor 24 stig 25 frl
KR: þrennu Þórir var með 14 stig 13 frk og 11 stoð 24 frl Linards 33 stig 27 frl
Hvað svo
Keflavík heimsækir Val á meðan KR fær ÍR í heimsókn. Báðir leikirnir eru kl 19:15 fimmtudaginn 11 desember.



