spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSterkur sigur Vals gegn Njarðvík

Sterkur sigur Vals gegn Njarðvík

Valur hafði betur gegn Njarðvík í N1 höllinni í kvöld í 9. umferð Bónus deildar karla, 94-86.

Eftir leikinn er Valur í 4. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Njarðvík er í 5. til 8. sætinu með 8 stig.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi á upphafsmínútunum og voru það gestirnir úr Njarðvík sem leiddu að fyrsta fjórðung loknum, 24-29. Í öðrum leikhlutanum var svo komið að heimamönnum að leiða aðeins en leikar héldust þó jafnir til hálfleiks, 50-51.

Upphaf seinni hálfleiksins var nokkuð í takst við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Liðin skiptust á snöggum áhlaupum og forystunni í nokkur skipti, en munurinn fyrir lokaleikhlutann var eitt stig heimamönnum í vil. Í þeim fjórða nær Valur svo loks almennilegu áhlaupi. Fara 10 stigum á undan og líta ekki til baka. Niðurstaðan að lokum nokkuð þægilegur, en ekki stór, sigur Vals, 94-86.

Stigahæstir fyrir Val í leiknum voru Kári Jónsson með 25 stig og Callum Lawson með 18 stig.

Fyrir Njarðvík var Dwayne Lautier með 33 stig og Julio De Assis bætti við 21 stigi.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatansson)


Valur: Kári Jónsson 25, Callum Reese Lawson 18, Kristófer Acox 16/16 fráköst, Antonio Keyshawn Woods 13/6 fráköst, Frank Aron Booker 10/7 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8/6 fráköst, Lazar Nikolic 4/6 fráköst, Veigar Örn Svavarsson 0, Orri Már Svavarsson 0, Karl Kristján Sigurðarson 0, Einar Marteinn Ólafsson 0.


Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 33/7 fráköst, Julio Calver De Assis Afonso 21/12 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 15, Dominykas Milka 12/7 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Brandon Averette 1/5 stoðsendingar, Bóas Orri Unnarsson 0, Kristófer Mikael Hearn 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0.

Fréttir
- Auglýsing -