spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaNýr kani í Laugardalinn

Nýr kani í Laugardalinn

Nýliðar Ármanns í Bónus deild karla hafa samið við Vonterius Woolbright fyrir yfirstandandi átök í deildinni.

Vonterius er 25 ára 198 cm bakvörður sem kemur til Ármanns en hann lék síðustu ár með Western Carolina University, þar sem hann var lykilleikmaður og valinn SoCon leikmaður ársins 2024.

Á sínu síðasta tímabili í NCAA skoraði hann að meðaltali 21,1 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á leik. Hann er samkvæmt tilkynningu félagsins þekktur fyrir fjölhæfni, kraft og góða leikskilning. Eftir háskólaferilinn lék Woolbright í G-League og spilaði síðan í evrópu, en félagið gerir sér miklar vonir um að hann styrki liðið bæði varnarlega og sóknarlega og verði lykilmaður í baráttunni sem framundan er.

Fréttir
- Auglýsing -