spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHefði leikið sinn fyrsta leik fyrir Ísland

Hefði leikið sinn fyrsta leik fyrir Ísland

Njarðvíkingurinn Mario Matasovic átti að vera í landsliðshópnum sem fór út til Ítalíu í síðasta landsliðsverkefni, en missti af því tækifæri sökum alvarlegra meiðsla sem hann varð fyrir í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé. Þetta kemur fram í nýjasta þættinum af Boltinn lýgur ekki í umsjón Sigurðar Orra Kristjánssonar.

Í þættinum var Logi Gunnarsson til viðtals um landsliðið, Njarðvík og Bónusdeildina. “Hann var náttúrulega að fara til Ítalíu, hann var búinn að fá kallið að fara út og búið að velja hann með símtali þannig að hann var mjög spenntur. Þess vegna er þetta ennþá leiðinlegra. Hann var á leiðinni til Ítalíu að spila sína fyrstu landsleiki.” Sagði Logi Gunnarsson.

Mario hefur um árabil verið einn besti leikmaður Bónus deildarinnar með liði sínu í Njarðvík, en síðasta sumar fékk hann íslenskan ríkisborgararétt og er því gjaldgengur með íslenska landsliðinu.

Fréttir
- Auglýsing -