Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Grindvíkingurinn Ármann Vilbergsson og stuðningsmaður Vals Steinar Aronsson.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Eitt sem er farið yfir í umræðunni er hvaða samsetning af liði væri sú besta ef að gestirnir Steinar og Ármann gætu valið úr hvaða leikmönnum deildarinnar sem er. Skorðurnar sem settar voru á að þarna yrðu að vera tveir íslenskir leikmenn, tveir frá Evrópu, einn kani og þá varð sjötti maðurinn að koma úr fyrstu deild karla.
Liðin má sjá hér fyrir neðan, en eins og má sjá eru þeir nokkuð ósammála um hvaða leikmenn þeir tækju í sín lið. Fyrir utan kannski að báðir eru þeir með leikmann Vals Kára Jónsson sem einn fyrsta leikmanninn á blað.





