Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru Grindvíkingurinn Ármann Vilbergsson og stuðningsmaður Vals Steinar Aronsson.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.
Eitt sem er farið yfir í umræðunni er hvaða þjálfarar Bónus deildar karla eru í heitustu sætunum. Nokkrir eru teknir til, en nokkur samrómur er um að Steinar Kaldal þjálfari Ármanns, Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness, Borche Ilievski þjálfari ÍR og Jakob Sigurðarson þjálfari KR séu í heitustu sætunum hjá sínum félögum í Bónus deild karla.




