Bandaríkjamaðurinn Marshall Nelson gekk til liðs við Grindavík í Dominos deild karla nú í upphafi febrúar. Síðan að hann kom til liðsins hefur hann spilað 7 leiki og í þeim skilað 18 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Karfan lagði fyrir hann 20 spurningar.
Full nafn: Marshall Lance Nelson
Gælunafn: Marty
Aldur: 27
Fæðingarstaður: Bandaríkin
Hvað værir þú að gera ef þú værir ekki í körfubolta? Kennari eða í félagsráðgjöf, allavegana einhverju samfélagslegu.

Uppáhalds íslenski skyndibitinn? Papas Pizza
Hvaða lið styður þú? LA Clippers
Besti körfuboltamaður allra tíma? Tracy McGrady
Hvers saknar þú að heiman? Strandarinnar
Uppáhalds tónlistarmaður? Kanye West

Uppáhalds bíómynd? Wolf of Wall Street
Besti leikmaður sem þú hefur spilað á móti? Jerome Randle

Hvað er eitthvað sem ekki margir vita um þig? Að ég er fær á hjólabretti og ætlaði að verða atvinnumaður þegar ég yrði eldri.
Stærsti sigur körfuboltaferilsins? 15 stiga endurkoma í háskólaboltanum í úrslitaleik deildarinnar.
Þú færð að velja einn leikmann úr Dominos til að koma í liðið ykkar, hver er það? Brian Fitzpatrick, hitti hann í náttúrulaug og fékk mér nokkra bjóra með honum, svalur gæji.

Uppáhalds staður á Íslandi? Bláa Lónið
Hvað kom þér mest á óvart við íslenskan körfubolta? Hversu hart er tekið á því og hvað það er erfitt að komast að hringnum.
Hvar ert þú eftir 5 ár? Sé fyrir mér að ég spili í bestu deildum Evrópu.
Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki farið fyrr í atvinnumennsku en ég gerði.



