Íslenska landsliðið beið ósigur gegn því breska í kvöld í seinni leik fyrsta glugga undankeppni HM 2027, 84-90.
Íslenska liðið því með einn sigur og eitt tap eftir þessa fyrstu tvo leiki, en síðasta miðvikudag lögðu þeir Ítalíu úti í Tortona í fyrsta leik undankeppninnar. Í hinum leik riðilsins hafði Ítalía betur gegn Litháen úti Klaipeda, 81-82.
Öll lið riðils Íslands eru því jöfn eftir fyrstu tvo leiki sína, en áður hafði Litháen lagt lið Bretlands í London.
Hérna má sjá stöðuna í riðlinum
Næsti gluggi keppninnar er í kringum mánaðarmót febrúar/mars 2026, en þá mætir Ísland liði Litháen heima og heiman.



