spot_img
HomeFréttirMiðar á leikinn gegn Bretlandi rjúka út - Enn nokkrir miðar lausir,...

Miðar á leikinn gegn Bretlandi rjúka út – Enn nokkrir miðar lausir, en búist er við fullri Laugardalshöll

Ísland tekur á móti Bretlandi kl. 16:45 á morgun í Laugardalshöll í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2027.

Í fyrsta leik keppninnar vann íslenska liðið frækinn sigur gegn Ítalíu úti í Tortona og geta þeir því með sigri á morgun tryggt sér efsta sæti riðils síns fram yfir áramót, en næsti leikjagluggi keppninnar er í lok febrúar 2026. Þá mun íslenska liðið leika heima og heiman gegn Litháen.

Hérna er heimasíða mótsins

Mikil stemning hefur myndast á síðustu heimaleikjum Íslands í Laugardalshöllinni, en síðast vann liðið sterka andstæðinga Tyrklands fyrir fullri Laugardalshöll til þess að tryggja sig á lokamót EuroBasket 2025.

Samkvæmt heimildum Körfunnar eru nokkrir miðar eftir á leik morgundagsins, en sala á þeim fer fram í gegnum smáforritið Stubb hér.

Fréttir
- Auglýsing -